Hefna Nasrallah með loftárás

Loftárás Írans á Ísrael stendur yfir. Mynd sýnir eldflaugar yfir …
Loftárás Írans á Ísrael stendur yfir. Mynd sýnir eldflaugar yfir Jerúsalem. AFP/Menahem Kahana

Íranski byltingarvörðurinn segir yfirstandandi loftárás á Ísrael vera hefnd fyrir drápið á leiðtoga Hisbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah. 

Nasrallah var felldur í árás Ísraelshers á höfuðstöðvar samtakanna í Beirút í Líbanon í síðustu viku. 

Byltingarvörðurinn hét einnig heiftarlegum hefndum ef bregðist Ísrael við yfirstandandi árás. 

Bandaríkjaher tók þátt í loftvörnum Ísraels að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert