Svíar rannsaka skotárás nálægt sendiráði Ísraels

Lögreglan að störfum skammt frá sendiráðinu.
Lögreglan að störfum skammt frá sendiráðinu. AFPA/Anders Wiklund

Skotárás var gerð skammt frá sendiráði Ísraels í Stokkhólmi í gær. Þessu greindi sænska lögreglan frá í morgun.

Enginn særðist og rannsókn er hafin á málinu.

Lögreglan sagðist hafa verið látin vita af „miklum hvelli“ sem heyrðist í götu skammt frá sendiráðinu skömmu fyrir klukkan 18 í gær að staðartíma, eða klukkan 16 að íslenskum tíma.

AFP/Anders Wiklund

„Rannsókn okkar gefur til kynna skotárás við sendiráð Ísraels en við viljum ekki segja nákvæmlega frá niðurstöðum okkar vegna þess að rannsóknin er enn þá í gangi,“ sagði Rebecca Landberg, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi.

AFP/Anders Wiklund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert