Utanríkisráðherra Írans kominn til Beirút

Abbas Araghchi í Tehran á dögunum.
Abbas Araghchi í Tehran á dögunum. AFP/Atta Kenare

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, lenti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun.

Á sama tíma halda loftárásir Ísraela sem er beint gegn Hisbollah-samtökunum, áfram af fullum krafti.

„Írönsk flugvél lenti á alþjóðaflugvellinum Rafik Hariri með utanríkisráðherrann Abbas Araghchi um borð,“ sagði ríkisfréttastofa Líbanons.

Þetta er fyrsta heimsókn háttsetts íransks embættismanns í landinu síðan loftárás Ísraela banaði Hassan Nasrallah, leiðtoga Hisbollah, í síðustu viku.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert