Heilbrigðisyfirvöld á Gasa greindu frá því í dag að minnst sautján hefðu fallið í loftárásum Ísraela á Jabaliya-svæðinu í norðurhluta landsins. Meðal fórnarlamba eru níu börn.
Ísraelskar hersveitir hafa umkringt Jabaliya til að bregðast við vísbendingum um að Hamas-samtökin séu að byggja þar upp aðstöðu að nýju.
Þá greinir BBC frá því að lögreglukona hafi látið lífið og tíu særst í skotárás í borginni Beersheba í suðurhluta Ísraels. Skotárásin átti sér stað á strætisvagnastöð í borginni og var byssumaðurinn skotinn til bana.
Fórnarlambið var Shira Chaya Suslik, liðþjálfi frá ísraelsku landamæralögreglunni. Í síðustu viku létu sjö manns lífið í skotárás og hnífaárás í Tel Avív eftir að byssumaður hóf skothríð á almenning á Jaffa-svæðinu.