Gasa grafreitur: Gíslar mátt þola ólýsanlegar þjáningar

Philippe Lazzarini, yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínska flóttamenn, UNRWA, …
Philippe Lazzarini, yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínska flóttamenn, UNRWA, í Gasaborg. AFP

Yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínska flóttamenn, UNRWA, í Gasaborg segir að gíslarnir sem hafa verið í haldi liðsmanna Hamas hafi mátt þola ólýsanlegar þjáningar. 

Hann bætti við að stríðsátökin, sem hafa nú staðið yfir í eitt ár, hafi breytt Palestínu í grafreit. 

Palestínsk kona gengur fram hjá sundurskotnum vegg við flóttamannabúðir í …
Palestínsk kona gengur fram hjá sundurskotnum vegg við flóttamannabúðir í Rafah, en á veggnum má sjá merki UNRWA. AFP

„Tólf mánuðir af ólýsanlegum þjáningum gíslanna á Gasa. Fjölskyldurnar þeirra skildar eftir í óvissu og samfélagið í gríðarlegu áfalli,“ skrifaði Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, í tísti á X. 

Hann lýsti enn fremur Gasa sem óþekkjanlegum rústum og að svæðið væri jafnframt grafreitur tugþúsunda eftir stríðsátökin. 

Í dag er ár liðið frá ódæðinu 7. október sem leiddi til þess að Ísraelsher hóf umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasveitum Hamas. Í ódæðinu voru nærri 1.200 manns, nær allir þeirra almennir borgarar, myrtir af Hamasliðum. Um 100 manns eru enn í haldi Hamas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert