Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, er látinn 69 ára að aldri.
BBC greinir frá því að hann hafi veikst á ferðalagi um Norður-Makedóníu.
Salmond var forsætisráðherra frá árinu 2007 til ársins 2014. Hann var leiðtogi Skoska þjóðarflokksins frá árinu 1990 til ársins 2000 og svo aftur frá 2004 til ársins 2014.