Áhrifavaldur féll fram af brú og lést

Brúin er rúma hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborg Spánar, Madríd.
Brúin er rúma hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborg Spánar, Madríd. Ljósmynd/Colourbox

Breskur áhrifavaldur lét lífið er hann féll fram af brú á Spáni við tökur á efni fyrir samfélagsmiðla.

Áhrifavaldurinn var 26 ára gamall og var við tökur á brúnni Talavera de la Reina, rúma hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborg Spánar, Madríd.

Óviðkomandi aðgangur bannaður

Spænskir miðlar segja brúna að öllum líkindum hafa verið hála eftir úrhelli síðustu daga. 

Óviðkomandi aðgangur er bannaður á brúnni en þrátt fyrir það hefur hún dregið til sín fjölda fífldjarfra áhrifavalda. 

„Við höfum margsinnis sagt að þetta megi ekki undir neinum kringumstæðum,“ er haft eftir Macarena Munoz, borgarfulltrúa í borginni Talavera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert