Íranar tyftaðir með þvingunum

Flugfélagið Iran Air er eitt þriggja íranskra flugfélaga sem fá …
Flugfélagið Iran Air er eitt þriggja íranskra flugfélaga sem fá að finna fyrir viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins sem eru afleiðing flugskeyta- og drónasendinga til Rússa og ætlað að efla hernaðarmátt þeirra í stríði sínu við Úkraínumenn. Ljósmynd/Wikipedia.org/Adrian Pingstone

Evrópusambandið setti nokkrum írönskum embættismönnum og stofnunum í fremstu línu þarlendra stjórnmála, auk nokkurra fyrirtækja, viðskiptaþvinganir í morgun sem viðurlög við sendingum flugskeyta og árásardróna til Rússlands til notkunar í innrásarstríði landsins við nágrannaríkið Úkraínu.

Meðal þeirra fyrirtækja sem þvingunum sambandsins sæta eru þrjú írönsk flugfélög, Iran Air, Saha Airlines og Mahan Air, en alls eru þolendur ráðstafananna fjórtán talsins og má, samkvæmt tilkynningu ESB, meðal annarra nefna aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans og innstu koppa í búri íranska byltingarvarðarins Sepāh-e Pāsdārān-e Enqelāb-e Eslāmī sem telst til hers landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert