Friðargæsluliðar áfram í Líbanon

Viðbragðsaðilar frá líbanska Rauða krossinum flytja lík á brott úr …
Viðbragðsaðilar frá líbanska Rauða krossinum flytja lík á brott úr húsarústum í þorpinu Aito í norðurhluta Líbanons eftir loftárás Íraela. AFP/Fathi Al-Masri

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna munu áfram starfa í Líbanon þrátt fyrir ósk ísraelskra stjórnvalda um að þeir yfirgefi landið.

Jean-Pierre Lacroix, yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, greindi frá þessu.

Fimm friðargæsluliðar hafa særst í árásum Ísraela á Líbanon að undanförnu.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur vísað því á bug að ísraelski herinn hafi vísvitandi reynt að skjóta á friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, UNIFIL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert