Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur lofað áframhaldandi árásum á Hisbollah-samtökin í kjölfar drónaárásar samtakanna á þjálfunarbúðir ísraelska hersins sem varð að minnsta kosti fjórum að bana í gær.
Þá særðust einnig yfir 60 manns í árásinni sem er sú mannskæðasta á ísraelska herstöð síðan 23. september.
„Við munum halda áfram miskunnarlausum árásum á Hisbollah í öllum hlutum Líbanon, þar á meðal Beirút,“ sagði Netanjahú í gærkvöldi er hann heimsótti herstöðina sem staðsett er á svæðinu Binyamina, suður af borginni Haifa.