Tugþúsundir barna bólusettar gegn mænusótt á Gasa

Yfir 90 þúsund börn fengu bóluefni fyrir mænusótt á Gasa …
Yfir 90 þúsund börn fengu bóluefni fyrir mænusótt á Gasa í gær. AFP

Tæplega 93.000 börn undir tíu ára aldri fengu bóluefni fyrir mænusótt á Gasa í gær að sögn stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn, Unrwa.

Ísraelsmenn og Hamas-samtökin samþykktu röð staðbundinna hléa í stríðnu til að leyfa heilbrigðisstarfsmönnum að gefa bóluefni eftir að fyrsta staðfesta tilfellið af mænusótt á Gasa í 25 ár varð til þess að tíu mánaða gamalt barn lamaðist að hluta í ágúst síðastliðnum.

Önnur lota mænusóttarherferðarinnar hófst í gær en skóla sem breytt var í skjól í miðborg Gasa, sem ætlað er að nota til að gefa bóluefnin, varð fyrir loftárás Ísraelshers með þeim afleiðingum að 22 létust.

„Við getum ekki bólusett börn undir himni fullum af sprengjum. Allir aðilar átakanna verða að virða mannúðarmál til að leyfa útfærslu á þessari herferð,“ segir í yfirlýsingu Unrwa á samfélagsmiðlinum X.

Börn á Gasa.
Börn á Gasa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert