Norska sendiráðið rýmt vegna sprengjuhótunar

Sjúkrabúll frá Rauða krossinum flytur sært fólk á sjúkrahús í …
Sjúkrabúll frá Rauða krossinum flytur sært fólk á sjúkrahús í Beirút eftir loftárás Ísraela í síðasta mánuði. AFP/Ibrahim Amro

Norska sendiráðið í Beirút, höfuðborg Líbanons, hefur verið rýmt vegna sprengjuhótunar.

„Við getum staðfest að sprengjuhótun barst í dag byggingunni þar sem norska sendiráðið er í Beirút,“ sagði talskona norska utanríkisráðuneytisins, Ragnhild Haland Siemenstad, í tilkynningu.

Þeim fáu starfsmönnum sem enn starfa í sendiráðinu var gert að yfirgefa húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert