Sakfelld fyrir mótmæli við Buckingham-höll

Hér má sjá skemmdarverkið.
Hér má sjá skemmdarverkið. AFP/Tolga Akmen

Fimm dýraverndunarsinnar voru í dag sakfelldir fyrir skemmdarverk sem þeir unnu fyrir utan Buckingham-höll í ágúst árið 2021. 

Dýraverndunarsinnarnir vildu vekja athygli á nýtingu lands til veiða og búfjárræktar í Bretlandi og helltu rauðum lit á gosbrunn við höllina til að líkja eftir dýrablóði. 

Skemmdarverk upp á rúma milljón

Skemmdirnar kostuðu krúnuna 7.080 pund eða sem samsvarar rúmlega 1.2 milljónum íslenskra króna og tók það 64 klukkustundir að þrífa gosbrunninn. 

Einn þeirra sakfelldu, Christopher Bennett, fékk 18 mánaða dóm en hann afplánar nú annan dóm fyrir að hafa valdið almenningi óþægindum. 

Hin fjögur fengu líka 18 mánaða dóm og verða í tvö ár á skilorði. Þá er þeim gert að greiða ríkinu bætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert