Yfir 42.500 Palestínumenn verið drepnir

Tæplega 100 þúsund Palestínumenn hafa særst í árásum Ísraelshers.
Tæplega 100 þúsund Palestínumenn hafa særst í árásum Ísraelshers. AFP/Eyad Baba

Að minnsta kosti 42.519 Palestínumenn hafa verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa-svæðið frá því stríðið hófst þann 7. október í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa. 

AFP/Omar Al-Qattaa

Inni í þeim tölum eru þó ekki upplýsingar um þá sem voru drepnir í árásum Ísraelsmanna við Jabalía á norðanverðri Gasa-ströndinni í nótt. En að minnsti kosti 33 létust í þeirri árás og tugir til viðbótar særðust.

Frá því stríðið hófst, í kjölfar árásar hryðjuverkasamtaka Hamas á Ísrael, hafa að minnsta kosti 99.637 Palestínumenn særst, samkvæmt tölum frá ráðuneytinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert