Moldóvar hafna inngöngu í ESB

Forseti landsins greiddi atkvæði í dag.
Forseti landsins greiddi atkvæði í dag. AFP/Daniel Miahailescu

Moldóvar kusu gegn Evrópusambandsaðild í þjóðaratkvæðagreiðslu sem var haldin samhliða forsetakosningum í landinu í dag.

Kosið var um hvort það ætti að breyta stjórnarskránni í landinu þannig að stefna ætti að Evrópusambandsaðild.

Forseti landsins, Maia Sandu, er hlynnt inngöngu og sótti um aðild að sambandinu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Samningaviðræður hófust í júní á þessu ári. 

Þurfa að fara í aðra umferð

Skoðanakannanir dagana fyrir kosningar sýndu að um 55% hugðust greiða atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni en 34.5% á móti.

Nú þegar búið er að telja 70 prósent atkvæðanna hafa 55% kosið gegn inngöngunni og 45% með. 

Sandu sóttist eftir endurkjöri í kosningunum og hlaut flest atkvæði af þeim tíu sem voru í framboði eða 36%. Það dugar hins vegar ekki til að sleppa við aðra umferð.

Hún mun því mæta Alexandr Stoianoglo í seinni umferð kosninganna en hann hlaut 30% í fyrri umferð kosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert