Þrír menntaskólanemar létu lífið í skotárás

Hinir látnu voru 19 og 25 ára.
Hinir látnu voru 19 og 25 ára. AFP/Luke Sharret

Þrír létu lífið og átta særðust í skotárás á fögnuði menntaskólanema í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

Í kringum 200-300 menntaskólanemar voru samankomnir til að fagna sigri fótboltaliði skólans. AP-fréttastofan greinir frá því að tveir skotmenn hafi hleypt af skotunum en þeir voru einnig menntaskólanemar. Þeir fóru að hleypa af skotum eftir að hafa lent í útistöðum við aðra nemendur á svæðinu. 

Tveir þeirra látnu voru 19 ára að aldri og sá þriðji 25 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert