Hisbollah skutu á Tel Aviv og Haifa

Reykur stígur upp í suðurhluta Beirút eftir loftárásir Ísraela í …
Reykur stígur upp í suðurhluta Beirút eftir loftárásir Ísraela í gær. AFP/Fadel Itani

Hisbollah-samtökin í Líbanon segjast hafa skotið á byggingar ísraelskra stjórnvalda úthverfum borgarinnar Tel Aviv í morgun, þar á meðal miðstöð leyniþjónustunnar. Einnig skutu þau á bækistöðvar flughersins í borginni Haifa í norðurhluta Ísraels.

Fjórir drepnir í loftárásum Ísraela

Árásirnar voru gerðar eftir miklar loftárásir Ísraela á suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, og nágrenni. Að sögn yfirvalda voru fjórir drepnir, þar á meðal eitt barn, í árásum skammt frá stærsta sjúkrahúsi landsins.

Ísraelsher sagði í yfirlýsingu að sprengikúlum hefði verið skotið um fimm sinnum yfir landamærin frá Líbanon í morgun og að meirihlutinn hefði verið skotinn niður.

Herinn sagðist í gær ætla að halda áfram að herja á vígi Hisbollah víðs vegar um Líbanon. Sagðist hann hafa hitt um 300 skotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal fjármálafyrirtæki með tengsl við Hisbollah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert