Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Pterourus bjorkae er nefnt eftir Björk Guðmundsdóttur.
Pterourus bjorkae er nefnt eftir Björk Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Harry Pavulaan

Bandarískur skordýrafræðingur hefur í vísindagrein lýst tegund af algengu amerísku fiðrildi sem ekki hafi verið greind sérstaklega áður. Hefur hann gefið fiðrildinu nafnið Pterourus bjorkae til heiðurs Björk Guðmundsdóttur.

Um er að ræða svölufiðrildi, ­Tiger Swallowtail á ensku, sem er algengt í Norður-Ameríku. Í grein í The Taxonomic Report sem birt er á vef Nebraska-háskóla segir skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan að margir sérfræðingar hafi rannsakað þessi fiðrildi en hópar þeirra í norðausturhluta Bandaríkjanna hafi lítið verið skoðaðir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka