„Ögrun sem ógnar alþjóðaöryggi“

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu.
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AFP/Nhac Nguyen

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, segir að stjórnvöld í landinu muni ekki sitja aðgerðalaus vegna þátttöku þúsunda norðurkóreskra hermanna í stríðinu í Úkraínu þar sem útlit er fyrir að þeir berjist við hlið Rússa.

„Suður-Kóra mun ekki sitja aðgerðalaus út af þessu,“ sagði Yoon eftir viðræður við Andrzej Duda, forseta Póllands.

Yoon bætti við að þjóðirnar tvær væru sammála því að þátttaka Norður-Kóreu í stríðinu væri „ögrun sem ógnar alþjóðaöryggi sem nær lengra en til Kóreuskagans og Evrópu“.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (til vinstri) heimsækir miðstðð hersins fyrir …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (til vinstri) heimsækir miðstðð hersins fyrir flugskeyti. AFP

Bandaríkin greindu í gær frá því að að minnsta kosti þrjú þúsund norðurkóreskir hermenn hefðu verið sendir til Rússlands og væru í þjálfun þar. Áður hafði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagt að hermennirnir yrðu tíu þúsund talsins. 

„Við vitum ekki hvort þessir hermenn muni berjast við hlið rússneska hersins,“ en „ef þessir norðurkóresku hermenn ákveða að taka þátt í stríðinu gegn Úkraínu virða þeir lögmæt hernaðarleg skotmörk,“ sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert