Ísraelar herja á Líbanon og Gasasvæðið

Loftárásir hafa verið gerðar á norðurhluta Gasasvæðisins undanfarin sólarhring.
Loftárásir hafa verið gerðar á norðurhluta Gasasvæðisins undanfarin sólarhring. AFP

Ísraelski herinn hefur haldið árásum sínum á Gasasvæðið og Líbanon áfram. 

Að sögn hersins hafa 70 liðsmenn Hisbollah-samtakanna verið drepnir í suðurhluta Líbanon þar sem Ísraelar gerðu árásir á 120 skotmörk, þar á meðal vopnageymslur og verksmiðjur.

Á Gasasvæðinu segist herinn hafa drepið 40 hryðjuverkamenn. Fréttaritarar og vitni á svæðinu hafa upplýst að norðurhluti Gasasvæðisins hafi orðið fyrir árásum

Standa frammi fyrir sínum myrkasta tíma

Volker Turk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Gasasvæðið standi frammi fyrir sínum myrkasta tíma þar sem Ísraelar séu á nýjan leik farnir að gera loftárásir sem og árásir á jörðu niðri. Að sögn hersins er það til að koma í veg fyrir að Hamas-liðar nái að endurskipuleggja sig.

Aðeins er rétt rúmur sólarhringur síðan herinn gerði loftárásir á Íran þar sem fjórir hermenn íranska hersins létust.

Benjamín Netanjahú hefur gefið í skyn að ekki verði fleiri árásir á landið framkvæmdar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert