Hefja rannsókn á Temu

Temu má búast við háum sektum reynist grunurinn á rökum …
Temu má búast við háum sektum reynist grunurinn á rökum reistur. AFP/Justin Sullivan

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur ákveðið að hefja rannsókn á kínverska netverslunarrisanum Temu vegna gruns um að þar sé lítið að gert til að koma í veg fyrir sölu á ólöglegum varningi. Ef niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta þann grun má Temu búast við háum sektum. 

Temu nýtur gríðarlegra vinsælda innan ríkja ESB, þrátt fyrir að hafa aðeins verið markaðnum frá því á síðasta ári. Um 92 milljónir virkra notenda Temu eru innan sambandsins.

Rannsóknin mun líka ná til mögulegrar hættu á því að notendur geti þróað með sér einskonar fíkn með því að versla við Temu. Hvort uppsetning og hönnun netverslunarinnar sé með þeim hætti að hún geti skaðað notendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert