Þúsundir syrgðu fórnarlömbin 14

Kona syrgir þau látnu fyrir framan lestarstöð í Novi Sad …
Kona syrgir þau látnu fyrir framan lestarstöð í Novi Sad í Serbíu í dag. AFP/Nenad Mihajlovic

Þúsundir komu saman í dag í norðurhluta Serbíu til að syrgja þá 14 sem létu lífið þegar þak á lestarstöð hrundi í gærmorgun.

Á breiðgötu við stöðina kveiktu íbúar á kertum og lögðu niður blóm á meðan sumir héldu á hvítum blöðum með nöfnum fórnarlambanna.

Slysið varð snemma á föstudag á aðallestarstöðinni í borginni Novi Sad í norðurhluta landsins.

AFP/Nenad Mihajlovic

Kanna hver beri ábyrgð

Ivica Dacic innanríkisráðherra Serbíu sagði í dag að yfirvöld væru byrjuð að kanna hver beri ábyrgð á slysinu.

Sagði hann í viðtali við sjónvarpsstöðina Prva að saksóknari myndi yfirheyra 20 manns, allt frá viðeigandi ráðuneytum til starfmanna járnbrautafyrirtækis Serbíu.

Ástand þriggja sem slösuðust í óhappinu er enn talið alvarlegt.

Kveikt var á kertum til að minnast fórnarlambanna.
Kveikt var á kertum til að minnast fórnarlambanna. AFP/Nenad Mihajlovic
Slökkviliðsmenn á vettvangi í gær.
Slökkviliðsmenn á vettvangi í gær. AFP/Innviðaráðuneyti Serbíu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert