Missti hönd eftir axarárás í París

Sextán ára árásarmaður var handtekinn á heimili sínu eftir árásina.
Sextán ára árásarmaður var handtekinn á heimili sínu eftir árásina. AFP/Thomas Samson

Fjórir táningar særðust í átökum við árásarmann með exi í Frakklandi. Táningarnir voru á aldrinum 16 til 17 ára. Tveir særðust lítillega í átökunum en hinir tveir hlutu meiri háttar meiðsl. Annar þeirra hlaut höfuðkúpubrot og hinn missti höndina.

Árásin átti sér stað í morgun klukkan átta að staðartíma í lest í úthverfi Parísarborgar, þegar táningarnir voru á leið í skólann.

Um er að ræða E-línu RER-lestarlínunnar sem gengur frá austri til vesturs í gegnum borgina og úthverfi hennar.

Árásarmaðurinn sem var sextán ára var síðar handtekinn á heimili sínu og sætir gæsluvarðhaldi.

Ekki er vitað hver kveikja árásarinnar var en táningarnir voru þungvopnaðir. Var meðal annars notast við ofangreinda exi, hníf, samúræjasverð og hafnaboltakylfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert