„Fólk elskar þennan mann“

Cindy Welch, bandarískur ríkisborgar, er ötull stuðningsmaður Trumps.
Cindy Welch, bandarískur ríkisborgar, er ötull stuðningsmaður Trumps. mbl.is/Hermann Nökkvi

„Fyrsta skylda forsetans er að vernda land sitt og borgara þess og Kamölu Harris hefur mistekist það,“ segir Cindy Welch, bandarískur ríkisborgari sem hyggst kjósa Donald Trump í forsetakosningum landsins í dag.

Blaðamaður mbl.is hitti og spjallaði við Welch á fjöldafundi Donalds Trumps í Penn­sylvan­íu í gær.

Segir hún að í stjórnartíð Demókrataflokksins hafi allt of mikið af ólöglegum innflytjendum komist inn í Bandaríkin.

„Það hefur eyðilagt landið okkar.“

Þá trúir Welch því að Trump elski landið sitt og mun gæta bestu hagsmuni þess.

Mun halda íbúum öruggum

„Hann hefur sannað að hann er góður fyrir efnahagslífið og að hann muni vernda herþjónustu landsins og halda okkur öruggum.“

Aðspurð segir Welch að þetta sé í annað skiptið sem hún mætir á fjöldafund Trumps.

„Þetta er rafmagnað. Fólk elskar þennan mann. Þau elska hvað hann stendur fyrir.“

Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir Pennsylvaníu í kosningunum?

„Mér líður eins og ef Pennsylvanía tapar þá væri það af því að þeir [demókratar] svindluðu.“

50/50

Blaðamaður ræddi einnig við Denise Court, annan stuðningsmann Trumps á fjöldafundinum, sem hefur reynt að nýta sína krafta til fulls fyrir Trump.

„Ég er búinn að fara og banka á hurðir og reyna að fá fólk til að fara út og kjósa. Ég er búinn að vera að hjálpa fjölskyldunni minni að kjósa.“

Aðspurð um hvernig hún haldi að kosningarnar fari í Pennsylvaníu segir Court:

„Þetta er 50/50.“

Denise Court.
Denise Court. mbl.is/Hermann Nökkvi
Frá fjöldafundi Trumps í Pennsylvaníu í gær.
Frá fjöldafundi Trumps í Pennsylvaníu í gær. mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert