Framlengja opnun vegna galla í kosningavélum

Árið 2020 skiptust atkvæði í sýslunni á milli Trumps og …
Árið 2020 skiptust atkvæði í sýslunni á milli Trumps og Joe Biden Bandaríkjaforseta í 70% og 30%, Trump í hag. AFP/Heather Khalifa

Búið er að framlengja opnun á kjörstöðum í Cambria-sýslu í Pennsylvaníu sökum hugbúnaðargalla í kosningavélum í sýslunni.

Íbúar sýslunnar eru taldir að mestu styðja Donald Trump frambjóðanda repúblikana.

Dómstóll í Pennsylvaníu veitti í flýti leyfi fyrir framlengingunni og er búið að lengja þann tíma sem kjörstaðir eru opnir um tvær klukkustundir.

Árið 2020 skiptust atkvæði í sýslunni á milli Trumps og Joe Biden Bandaríkjaforseta í 70% og 30%, Trump í hag. 

Af sjö sveifluríkjum er Pennsylvanía það ríki sem hefur að geyma flesta kjörmenn.

Sökum hugbúnaðargallans gátu sumir kjósendur ekki svarað kjörseðli sínum að fullu. Fyrir vikið var málið dregið fyrir dóm og gefið var leyfi fyrir framlengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert