Að minnsta kosti 89 manns er enn saknað eftir mannskæð flóð í Valencia-héraði á Spáni í síðustu viku að sögn yfirvalda á svæðinu.
Að sögn spænskra fjölmiðla hafa 195 krufningar verið gerðar og 133 hafa verið greind en enn á eftir að bera kennsl á 62.
Enn er 89 manns saknað og gæti einhver þeirra verið meðal þeirra sem enn hefur ekki verið borið kennsl á.
Flestir létu lífið í bænum Paiporta en 60 létu lífið þegar vatnsbylgja streymdi niður Poyo-skurðinn. Alls búa um 30 þúsund manns í bænum.
Yfirvöld í Valencia segja að alls hafi 107 verið handteknir fyrir rán í verslunum og íbúðarhúsum í héraðinu eftir flóðin, þar af 11 á síðustu tveimur sólarhringum.