Repúblikanar hirða annað sæti af demókrötum

Bernie Moreno tekur sæti af sitjandi öldungadeildarþingmanni demókrata.
Bernie Moreno tekur sæti af sitjandi öldungadeildarþingmanni demókrata. AFP/Stephen Maturen

Repúblikaninn Bernie Moreno, bílasali sem fæddist í Kólumbíu, hafði betur gegn sitjandi öldungadeildarþingmanninum Sherrod Brown um sæti í öldungadeildinni í Ohio. Brown, sem er demókrati hefur gegnt því embætti frá árinu 2007.

Þetta er annað þingsætið sem að demókratar missa í öldungadeildinni til repúblikana í kvöld.

Repúblikanar eru þar með komnir með 50 af hundrað sætum í öldungadeildinni og þurfa aðeins að tryggja sér eitt sæti í viðbót til að öðlast meirihluta. Að óbreyttu mun þó embætti varaforseta, falli það þeim í skaut, duga til að ráða úrslitum ef þingsætin skiptast jafnt.

Fyrr í kvöld hrósaði repúblikaninn Jim Justice sigri í Vestur-Virgínu. Tekur hann við öldungadeildarþingsæti af demókratanum Joe Manchin sem sest í helgan stein. Glenn Elliott sóttist eftir þingsætinu fyrir hönd demókrata en laut í lægra haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert