Frambjóðendur til forseta í Bandaríkjunum þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn til að bera sigur úr býtum í kosningunum.
Nokkur ríki hafa lokað kjörstöðum og þrátt fyrir að ekki sé búið að telja öll atkvæði hafa helstu fjölmiðlar vestanhafs fullyrt um úrslit í nokkrum þeirra, það er hvort ríkin muni gefa Donald Trump forsetaframbjóðanda repúblikana, eða Kamölu Harris forsetaframbjóðanda demókrata, kjörmenn sína.
mbl.is mun fylgjast með og uppfæra lista yfir fjölda kjörmanna sem hvor frambjóðandi er talinn hafa tryggt sér. Listann má sjá hér fyrir neðan.
Úrslit kosninganna ráðast að öllum líkindum í sveifluríkjunum sjö. Hér má lesa um hvenær búist er við niðurstöðum úr þeim.
Donald Trump: 178
Kamala Harris: 99
Áfram er fylgst með öllum nýjustu tíðindum hér: