Eldgos hófst á nýjan leik í eldfjallinu Lewotobi Laki-Laki í austurhluta Indónesíu í morgun og er þetta er annað gosið í fjallinu í vikunni.
Á mánudaginn fórust tíu manns og tugir manna slösuðust þegar gos braust út í fjallinu og kvikan fór yfir nærliggjandi þorp á svæðinu. Öllum íbúum í sjö kílómetra fjarlægð var gert að rýma svæðið eftir gosið á mánudaginn eða rúmlega fjögur þúsund manns.
AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir íbúum á svæðinu að eldgosið sem hófst í morgun sé það öflugasta sem þeir hafi séð en eldfjallafræðistofnun landsins segir að öskuskýið hafi náð átta kílómetra hæð.
Engar fregnir hafa borist af skemmdum í nærliggjandi þorpum en íbúar og skólabörn sáust hlaupa frá heimilum sínum þegar gosið hófst.
Lewotobi Laki-Laki er eitt eldfjalla á austurhluta eyjunnar Flores. Gosið hefur reglulega úr fjallinu síðan í desember á síðasta ári.
Dapat kabar dari teman pagi tadi Gunung Lewotobi Laki Laki erupsi lagi. Semoga semua basudara aman2 saja#prayforNTT pic.twitter.com/rBhLmviAj0
— Timorese (@serigalatimor) November 7, 2024