Joerg Kukies, sem er í Sósaíaldemókrataflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, og náinn samstarfsmaður hans, verður skipaður nýr fjármálaráðherra landsins.
Þetta herma heimildir AFP-fréttatofunnar.
Scholz rak fjármálaráðherrann Christian Lindner í gær sem varð til þess að þriggja flokka ríkisstjórn hans sprakk.
Friedrich Merz, formaður Kristilegra demókrata sem er í stjórnarandstöðu í Þýskalandi, vill að greidd verði atkvæði um vantrauststillögu gegn Scholz í næstu viku í staðinn fyrir í janúar eins og hann hefur lagt til.
Merz sagði að loknum flokksfundi í Berlín að þriggja flokka ríkisstjórn Scholz hefði mistekist.