Ákærður fyrir samsæri um að myrða Trump

Trump var kjörinn forseti á ný á þriðjudag.
Trump var kjörinn forseti á ný á þriðjudag. AFP/Jim Watson

Bandarísk stjórnvöld hafa ákært íranskan mann í tengslum við meint samsæri um að myrða Donald Trump áður en hann var kjörinn forseti á ný.

Samkvæmt dómsskjölum báðu íranskir ​​embættismenn Farhad Shakeri um gera áætlun að morði Trumps. Shakeri hefur ekki verið handtekinn en talið er að hann sé í Íran.

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Tveir aðrir hafa einnig verið ákærðir í tengslum við málið, það eru Carlisle Rivera og Jonathan Loadholt. Þeir hafa verið handteknir. Talið er að þeir hafi verið ráðnir til að myrða bandarískan blaðamann sem hefur gagnrýnt írönsk stjórnvöld.

Shakeri á að hafa sagt að hann hygðist ekki leggja til áætlun um að drepa Trump innan þess tímaramma sem írönsk stjórnvöld óskuðu eftir, en hann var beðinn um að koma með áætlun að morðinu á sjö dögum. Ef hann gæti ekki gert það var lagt á ráðin um að myrða Trump eftir kosningarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert