Erkibiskupinn segir af sér í kjölfar skýrslunnar

Erkibiskupinn var hvattur til að segja af sér og hefur …
Erkibiskupinn var hvattur til að segja af sér og hefur hann nú látiði verða af því. AFP/Andrew Milligan

Justin Welby, erkibiskupinn af Kantaraborg, tilkynnti um afsögn sína í dag, eftir að svört skýrsla um að kirkjan hafi hylmt yfir brot þekkts barnaníðings sem tengdist kirkjunni, var gerð opinber. AFP-fréttastofan greinir frá.

Helen-Ann Hartley, biskup við ensku biskupakirkjuna, hafði hvatt Welby til að segja af sér, eftir að ljós kom að hann fylgdi ekki eftir frásögnum um kyn­ferðis­brot John Smyths gagn­vart rúm­lega 100 drengj­um og ung­um mönn­um, en brot­in voru fram­in í sum­ar­búðum fyr­ir krist­in ung­menni.

Um 14 þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftarlista þar sem þess var krafist að Welby segði af sér og hafði hann staðið höllum fæti eftir að skýrslan var gerð opinber. 

Afsögnin sýni að kirkjan taki málið alvarlega

Þar sem fjallað var um aðkomu kirkjunnar að mál­um Smyths seg­ir að Wel­by gat og hefði átt að til­kynna um brot­in til yf­ir­valda þegar hann var upp­lýst­ur um at­vik árið 2013.

Erkibiskupinn hefur nú ákveðið að stíga til hliðar og í yfirlýsingu vegna afsagnarinnar sagðist hann verða að taka ábyrgð á aðgerðarleysi sínu allan þennan tíma.

„Ég vona að þessi ákvörðun sýni hve alvarlega enska biskupakirkjan tekur ákalli um að breytingar séu gerðar og að kirkjan verði öruggari staður,“ sagði biskupinn.

„Á sama tíma og ég segi af mér, er ég mjög sorgmæddur fyrir hönd allra þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka