Frestar ákvörðun um sakfellingu Trumps

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Dómarinn í sakamáli Donalds Trump í New York hefur frestað ákvörðun sinni til 19. nóvember, um hvort snúa eigi við sakfellingu verðandi forsetans.

Í tölvupósti til aðila máls segir dómarinn að fallist sé á sameiginlega umsókn um að ákvörðuninni verði frestað, fram til 19. nóvember.

Málið varðar fölsuð viðskiptaskjöl og greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var sakfelldur í maí og var það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið sakfelldur.

Dómarinn Juan Merchan ætlaði að úr­sk­urða í dag hvort vísa ætti mál­inu frá vegna dóms Hæsta­rétt­ar um friðhelgi fyrr­ver­andi for­seta.

Dómsuppkvaðning á dagskrá í nóvember

Samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóminn sjálfan 26. nóvember. Lög­fræðiteymi Trumps hef­ur tek­ist að fresta upp­kvaðning­unni tvisvar.

Ef dóm­ar­inn neit­ar að vísa mál­inu frá gæti Trump loks frestað dóms­upp­kvaðningu með því að áfrýja ákvörðun­inni.

Trump hef­ur þegar óskað eft­ir að málið fari fyr­ir al­rík­is­dóm­stól.

Ólíkt mál­un­um sem eru höfðuð hjá al­rík­is­dóm­stól­um, þar sem Trump gæti fræðilega séð náðað sjálf­an sig, mun mál dóm­stóls­ins á Man­hatt­an lík­lega ekki falla und­ir dóm Hæsta­rétt­ar, jafn­vel þó Trump nái að flytja málið yfir til al­rík­is­dóm­stóls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka