Repúblikanar fá meirihluta í fulltrúadeildinni

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Ljóst er að Repúblikanaflokkurinn mun halda meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Búist er víð því að Repúblikanaflokkurinn vinni að lágmarki 218 sæti og líklegt er að endalegur fjöldi þeirra verði á milli 220 og 222 en 435 sæti eru í öldungadeildinni.

Þetta þýðir að Donald Trump hefur nú fulla stjórn á báðum deildum þingsins, eftir að hafa þegar náð meirihluta í öldungadeildinni.

Bandaríska þingið samanstendur af tveimur deildum, öldungadeildinni, þar sem hvert ríki er fulltrúi tveggja öldungadeildarþingmanna, og fulltrúadeildina, þar sem hvert ríki er fulltrúi með fjölda þingmanna sem fer eftir íbúafjölda þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert