Breska ríkisstjórnin bað hindúa afsökunar í dag eftir að kjöt og áfengi voru borin fram á árlegri Diwali-hátíð í Downingsstræti 10.
Forsætisráðuneytið í Bretlandi hefur haldið upp á Diwali frá árinu 2009 en hátíðin er helgasta hátíð hindúa.
Þó svo að hindúismi taki ekki skýra afstöðu til kjötáts þá kjósa margir hindúar að borða ekki nautakjöt þar sem trúin telur kýr heilagar. Fjölmargir hindúar halda sig frá öllu kjöti og sömuleiðis áfengi.
Shivani Raja, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Bretlandi, lýsti yfir vonbrigðum með vanþekkingu ríkisstjórnarinnar á trúarbrögðum hindúa.
Talsmaður Keir Starmer segir að mistök hafi verið gerð við skipulagningu viðburðarins og biðst velvirðingar á þeim mistökum.
„Við fullvissum ykkur um að þetta kemur ekki fyrir aftur.“