Ríkismiðill í Líbanon segir að Ísraelar hafi skotið flugskeyti sem lenti innan hverfis í miðborg Beirútar.
Fyrr í morgun bárust fregnir af því að Hesbollah-liðar í Líbanon hefðu skotið um 20 flugskeytum á skotmörk við strandlínuna í Haifa í Ísrael. Einhver flugskotanna voru skotin niður samkvæmt yfirlýsingu frá ísraelska hernum. Ekki bárust fregnir af meiðslum hjá fólki í árásinni.
Heimildarmaður AFP í Líbanon segir að skotmarkið hafi verið skrifstofur stjórnmálasamtakanna Syrian Baath sem hefur ráðið ríkjum í Sýrlandi. Samtökin reka útibú í Líbanon.
AFP segir frá
Fréttin hefur verið uppfærð