45 lýðræðissinnar dæmdir í fangelsi

Benny Tai árið 2019.
Benny Tai árið 2019. AFP/Anthony Wallace

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt leiðtoga lýðræðissinna í margra ára fangelsi fyrir að grafa undan yfirvöldum.

Á meðal þeirra er „höfuðpaurinn“ Benny Tai sem hlaut lengsta dóminn, eða tíu ár.

Allir þeir 45 sem höfðu verið fundnir sekir í málinu voru dæmdir í fangelsi.  Hópurinn efndi til óformlegrar skoðanakönnunar árið 2020 sem hluta af áætlun um að ná lýðræðislega kjörnum meirihluta í kosningum.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu, ásamt mannréttindahópum hafa fordæmt dómana sem voru kveðnir upp í málinu.

Dómurinn yfir Tai er sá lengsti sem hann gat fengið samkvæmt lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert