Rutte: Pútín má ekki ná sínu fram

Mark Rutte í Brussel í morgun.
Mark Rutte í Brussel í morgun. AFP/Nicolas Tucat

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segir að ekki megi leyfa Vladimír Pútín Rússlandsforseta að ná sínu fram í Úkraínu.

Þetta sagði Rutte er hann hitti ráðherra ESB á fundi þar sem varnarmál verða rædd í tilefni þess að eitt þúsund dagar eru liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Pútín Rússlandsforseti.
Pútín Rússlandsforseti. AFP/Vyacheslav Prokofyev

„Hvers vegna er svona mikilvægt að Pútín nái ekki sínu fram? Vegna þess að þið munuð þá eiga í höggi við enn stærra Rússland við landamærin ykkar.. og ég er algjörlega sannfærður um að það muni ekki staldra við þar,“ sagði Rutta við blaðamenn í Brussel, höfuðborg Belgíu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert