Forsvarsmenn Google segja að það muni skaða bæði neytendur og fyrirtæki neyðist Google til að selja netvafrann Chrome, sem er vinsælasti vafri í heimi.
Bandaríska fréttastofan Bloomberg greindi frá því gær að bandaríska dómsmálaráðuneytið myndi leggja það til við dómara í dag að Google yrði gert að selja Chrome.
Dómarinn Amit Mehta komst að þeirri niðurstöðu í ágúst að Google einokaði leit á netinu, og hefur dómarinn verið að íhuga hvernig eigi að bregðast við því.
Talsmenn Google hafa mótmælt þessu fyrirætlunum harðlega, að því er segir í umfjöllun BBC.
Þá hefur verið greint frá því að farið verði fram á það við Google að grípa til nýrra ráðstafana í tengslum við þróun félagsins á gervigreind, Android-stýrikerfið og gagnanotkun.
Talsmenn Google segja að aðgerðir ráðuneytisins myndu skaða neytendur, þróun og forystu bandarískrar tækni á þeim tíma sem mest sé þörf á henni.
Fyrirtækið Similarweb, sem greinir netnotkun, segir að í október hafi Google Chrome verið með 64,61% markaðshlutdeild.
Þá fara um 90% allra leita á netinu í gegnum Google.