Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps

Matt Gaetz í þinghúsinu.
Matt Gaetz í þinghúsinu. AFP

Matt Gaetz, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur hætt við að sækjast eftir útnefningu í embætti dómsmálaráðherra landsins.

Donald Trump hafði tilkynnt að hann hygðist tilnefna Gaetz sem dómsmálaráðherra en þær ráðagerðir hafa mætt nokkurri andstöðu, ekki síst þar sem Gaetz hefur verið sakaður um að greiða sautján ára stúlku fyrir kynlíf í Flórída, sem samkvæmt lögum ríkisins yrði talið sem nauðgun.

Siðanefnd þingsins hefur haft mál hans til rannsóknar en repúblikanar, sem fara með meirihluta á þinginu og þar með í nefndinni, hafa ekki viljað birta niðurstöður nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert