Elsti maður heims, Bretinn John Tinniswood, er látinn 112 ára gamall. Tinniswood fæddist 26. ágúst 1912 eða sama ár og Titanic sökk. Hann lifði tvær heimsstyrjaldir.
Tinniswood varð elsti maður heims í apríl eftir dauða Venesúelamannsins Juan Vicente Perez sem varð 114 ára gamall.
Tinniswood sagði við heimsmetabók Guinness að leyndamálið að langlífi hans væri hrein heppni og ráðlagði hófsemi í öllu til að halda heilsu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Southport þar sem hann bjó.
„Ef þú drekkur of mikið eða borðar of mikið eða gengur of mikið, ef þú gerir of mikið af einhverju, muntu þjást á endanum,“ sagði Tinniswood við heimsmetabók Guinness.
Hann var dyggur stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi og segist hafa borðað fisk og franskar á hverjum föstudegi.
Elsta núlifandi kona í heimi er Japaninn Tomiko Itooka, sem er 116 ára.