Fjórir hafa verið drepnir og um 50 eru særðir eftir loftárásir Rússa á borgina Idlib í norðvesturhluta Sýrlands í morgun.
BBC sagði frá þessu.
Aleppo, næststærsta borg Sýrlands, er ekki lengur undir stjórn ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta landsins. Það hefur ekki gerst síðan átökin í Sýrlandi hófust, að sögn sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
Að sögn yfirmanns hennar, Rami Abdel Rahman, stjórna uppreisnarsveitir Aleppo-borg, fyrir utan hverfi sem kúrdískar hersveitir ráða yfir.
„Í fyrsta sinn síðan deilan hófst árið 2012 er Aleppo-borg ekki undir stjórn hersveita sýrlensku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Rahman.