Hermenn girða af þinghús Suður-Kóreu

Almenningur mótmælir herlögum Yoon, forseta Suður-Kóreu.
Almenningur mótmælir herlögum Yoon, forseta Suður-Kóreu. AFP/Jung Yeon-Je

Suðurkóreskir hermenn eru búnir að girða þinghús Suður-Kóreu af eftir að forseti landsins, Yoon Suk Yeol, lýsti yfir herlögum í landinu fyrr í dag.

Að sögn suðurkóreska miðilsins Yonhap má handtaka hvern þann sem framfylgir ekki herlögum landsins án heimildar. Lögin ná til fjölmiðla í landinu og þingstörf í landinu hafa verið stöðvuð. 

Pattstaða um fjárlög

Svo virðist sem Yoon hafi gripið til herlaga eftir pattstöðu í umræðu þingsins um fjárlög komandi árs.

Stjórnarflokkar landsins og stjórnarandstaða hafa sameinast um að fella herlög Yoon úr gildi.

Formaður Lýðræðisflokksins sem situr í stjórnarandstöðu, Lee Jae-myung, sagði ákvörðun Yoon á skjön við stjórnarskrá Suður-Kóreu, en hann hefur boðað til þingfundar til að ræða hvernig hægt sé að fella herlögin úr gildi.

Þá hefur Lee biðlað til almennings að fjölmenna fyrir framan þinghúsið til að mótmæla aðgerðum Yoon.

Suðurkóreskir hermenn standa vörð um þinghúsið.
Suðurkóreskir hermenn standa vörð um þinghúsið. AFP/Jung Yeon-Je
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert