Segja NATO-aðild Úkraínu óásættanlega

Dmitrí Peskov.
Dmitrí Peskov. AFP/Gavrill Grigorov

Rússnesk stjórnvöld segja að aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu, NATO, myndi ógna Rússum á óásættanlegan hátt.

„Slík möguleg ákvörðun finnst okkur óásættanleg vegna þess að okkur finnst það vera ógnandi atburður,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkja funda í Brussel í dag. Úkraínumenn þrýstu á þá í morgun um að veita þeim aðild að bandalaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert