„Ég ætla að endurlífga orgelið ásamt þremur samstarfsmönnum mínum, einfaldlega vegna þess að ekkert hefur heyrst í orgelinu í meira en fimm ár,“ segir tónskáldið Thierry Escaich, sem fyrr á árinu var kjörið fjórði organisti Notra Dame-dómkirkjunnar í París.
Sjöunda september næstkomandi, þegar opnunarhátíð kirkjunnar fer fram, mun hann „endurlífga“ orgel kirkjunnar, sem var tekið í sundur og sett í geymslu eftir eldsvoðann mikla sem varð þar fyrir fimm árum.