Ákæra um embættisbrot lögð fram

Stjórnarandstaðan í Suður-Kóreu hefur gefið út ákæru á hendur Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, fyrir embættisbrot eftir að hann setti á herlög í landinu.

Þingið felldi herlögin skömmu síðar úr gildi. 

Framtíð Yoon, sem er íhaldsmaður og fyrrverandi saksóknari, er í mikilli óvissu. Hann var kjörinn forseti árið 2022. Eft­ir ákvörðun Yoon um herlögin stöðvaði her lands­ins starf­semi þings­ins, girti þing­húsið af og sjá mátti herþyrl­ur lenda á þaki þing­húss­ins.

Yoon Seok Yeol tilkynnir í sjónvarpi um að hann hafi …
Yoon Seok Yeol tilkynnir í sjónvarpi um að hann hafi aflétt herlögunum. AFP/Yonhap

Ekki hefur verið ákveðið hvenær greidd verða atkvæði á þinginu um ákæruna en hugsanlegt er að það verði á föstudaginn.

Stjórnarandstaðan er með vænan meirihluta á þinginu, þar sem 300 þingmenn sitja, og þarf ekki mörg atkvæði frá flokki forsetans til að tryggja sér þá tvo þriðjuhluta atkvæða sem þarf til að ákæran um embættisbrot verði samþykkt.

Fánum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna veifað af stuðningsmönnum Yoon Seok Yeol …
Fánum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna veifað af stuðningsmönnum Yoon Seok Yeol í Seúl í morgun. AFP/Anthony Wallace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert