Yfir fjögur þúsund fallið í Líbanon

Frá jarðarför vígamanna Hisbollah-samtakanna í þorpinu Souane í Líbanon í …
Frá jarðarför vígamanna Hisbollah-samtakanna í þorpinu Souane í Líbanon í gær. AFP/Mahmoud Zayyat

Alls hafa 4.047 manns fallið í Líbanon í stríði Ísraels og Hisbollah-samtakanna sem hefur staðið yfir í rúmt ár. Flestir þeirra létust eftir að átökin stigmögnuðust í september síðastliðnum.

Víku efir að vopnahlé á svæðinu tók gildi sagði heilbrigðisráðherra Líbanons, Firass Abiad, að „sem stendur […] höfum við talið 4.047 látna og 16.638 særða,“ sagði hann.

Abias bætti við að 316 börn og 790 konur væru á meðal þeirra sem hefðu fallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert