Betur fór en á horfðist

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið upplýstur um hvar mál standa.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið upplýstur um hvar mál standa. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Tæplega fimm milljónir manna á vesturströnd Bandaríkjanna fengu flóðbylgjuviðvörun þegar jarðskjálfti af stærðinni sjö mældist um 80 km suðvestur af borginni Eureka í Kaliforníuríki.

Flóðbylgjuviðvörunin var skömmu síðar dregin til baka eftir að mælingar sýndu ekki marktækar breytingar á yfirborði sjávar.

Bandaríska jarðvísindastofnuninni USGS segir að hreyfing flekanna sem olli skjálftanum hafi ekki verið þess eðlis að framkalla flóðbylgju.

Lóðrétt en ekki lárétt hreyfing

Fyrir hið fyrsta fóru flekarnir hvor í sína áttina sem almennt veldur minni skjálftum en öfugt og telur Stephen DeLong rannsóknarmaður hjá USGS að að öllum líkindum hafi hreyfing þeirra verið lóðrétt fremur en lárétt.

Láréttar hreyfingar á flekum, segir hann, eru frekar til þess gerðar að valda flóðbylgjum.

Víðtækt rafmagnsleysi

Engu að síður voru tíu þúsund manns án rafmagns í Humboldt-sýslu í Kaliforníu um stund sökum skjálftans og eftirskjálfta. 

Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu lýsti yfir neyðarástandi í ríkinu til þess að auðvelda flutning birgða og vinnu viðbragðsaðila. 

Biden upplýstur um stöðuna 

CNN hefur eftir Miles Slattery, borgarstjóra Eureka, að skemmdir í borginni hafi ekki verið umtalsverðar. 

Hann lýsti skjálftanum sem löngum en að hann hafi ekki verið eins ofsafenginn og fyrri skjálftar á svæðinu. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið upplýstur um stöðuna og í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að fylgst verði með gangi mála og hlutstað verði á yfirvöld á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert