Birta myndir af hinum grunaða

Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum …
Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum grunaða. Samsett mynd/Lögreglan í New York

Lögreglan í New York hefur birt myndir af manni sem grunaður er um að hafa orðið Brian Thompson að bana í gær.

Thompson, sem var forstjóri stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn til bana á götum Manhattan fyrir utan Hilton hótel þar sem hann var á leið á fund.

Morðið virðist þaulskipulagt og báru skothylki tilræðismannsins áletranir eins og fjallað var um á mbl.is í dag.

Huldi andlit sitt

Launmorðið náðist á upptöku en ekki sást nægilega vel í andlit skotmannsins á þeim eftirlitsmyndavélum þar sem hann hafði hulið andlit sitt.

Lögreglan hefur nú birtir myndir af hinum grunaða á samfélagsmiðlinum X úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést betur í andlit hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert