Lögreglan í New York hefur birt myndir af manni sem grunaður er um að hafa orðið Brian Thompson að bana í gær.
Thompson, sem var forstjóri stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn til bana á götum Manhattan fyrir utan Hilton hótel þar sem hann var á leið á fund.
Morðið virðist þaulskipulagt og báru skothylki tilræðismannsins áletranir eins og fjallað var um á mbl.is í dag.
Launmorðið náðist á upptöku en ekki sást nægilega vel í andlit skotmannsins á þeim eftirlitsmyndavélum þar sem hann hafði hulið andlit sitt.
Lögreglan hefur nú birtir myndir af hinum grunaða á samfélagsmiðlinum X úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést betur í andlit hans.
🚨UPDATE: Below are photos of a person of interest wanted for questioning regarding the Midtown Manhattan homicide on Dec. 4. This does not appear to be a random act of violence; all indications are that it was a premediated, targeted attack.
— NYPD NEWS (@NYPDnews) December 5, 2024
The full investigative efforts of… pic.twitter.com/K3kzC4IbtS