Maður með hníf var handtekinn í gærkvöld fyrir utan bústað Viktoríu krónprinsessu í Hagaparken í Svíþjóð.
Aftonbladet greinir frá en þar segir að maðurinn hafi einnig verið með handjárn, límband, hlífðargrímu og leikfangabyssu.
Maðurinn er handtekinn og grunaður um brot á hnífalögum og undirbúning að alvarlegri líkamsárás.
Viktoría krónprinsessa býr með Daníel prins og börnum þeirra í Haga-kastala.